Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistarveisla á vef Víkurfrétta
Sunnudagur 1. janúar 2012 kl. 05:27

Tónlistarveisla á vef Víkurfrétta


Venju samkvæmt var boðið upp á glæsilega hátíðartónleika í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ haustið 2011. Þetta árið hlutu þeir nafnið Með blik í auga og voru tímaferðalag aftur til áranna 1950 til 1970 í tónum, máli og myndum.

Víkurfréttir tóku upp tónleikana sem fólk fær nú að njóta hér á vf.is á þessum nýársdegi. Hér má nálgast tónleikana fyrir hlé og hér eftir hlé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farið er í tímaflakk aftur til áranna þegar Hafnargatan var ómalbikuð og breyttist í stórfljót í rigningum. Þegar kaupmenn versluðu á öllum hornum og Kaupfélagið var stórveldi. Bærinn ilmaði fyrst og fremst af fiski og herinn nýbúinn að koma sér fyrir á Háaleitinu. Hallbjörg Bjarnadóttir, Ellý Vilhjálms, Haukur Morthens og Raggi Bjarna hljómuðu í óskalagaþáttum sjúklinga og sjómanna.

Það eru frábærir söngvarar af Suðurnesjum sem stíga á svið, Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Bríet Sunna Valdemarsdóttir Jana María Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Birna Rúnarsdóttir, Sveinn Sveinson og fleiri. Það er 14 manna hljómsveit sem leikur undir. Arnór B. Vilbergsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur tónlistina í upprunalegum anda. Kristján Jóhannsson skrifar handrit og kynnir viðburðinn. Dagskráin öll er verk Suðurnesjafólks en mikil vinna var lögð í undirbúning hátíðartónleikanna og þrotlausar æfingar.