Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistarskólinn í Garði er 30 ára í dag
Þriðjudagur 15. september 2009 kl. 16:59

Tónlistarskólinn í Garði er 30 ára í dag


Fyrir rúmlega 30 árum fóru tvær ungar konur úr Garðinum, þær Edda Karlsdóttir og Kristjana Kjartansdóttir, að kanna möguleika á að stofna tónlistarskóla í Gerðahreppi svo að börn og unglingar gætu stundað tónlistarnám í heimabygð. Strax kom fram mikill áhugi fyrir þessu og var boðað til stofnfundar þann 26. febrúar 1979. Á fundinn mættu 22 fullorðnir og 6 unglingar. Stofnskrá var haldið opinni til 15. mars og voru þá  stofnfélagar orðnir 60. Tónlistarskólinn var stofnaður 15. september 1979 og voru nemendur 63.  Fyrsti skólastjórinn var Herbert H. Ágústsson.


Nú, 30 árum síðar, er Eyþór Ingi Kolbeins skólastjóri og eru kennarar auk hans 11 og nemendur rúmlega 53 auk barnakórsins. Kennt er á mörg hljóðfæri auk tónfræðigreina og kórastarfs. Nemendur skólans taka virkan þátt í menningarlífi sveitarfélagisns þar sem þeir koma fram á hinum ýmsu viðburðum auk þess að halda tónleika og tónfundi.
Afmælisins verður minnst síðar í haust með tónleikum þegar nýi salurinn í Gerðaskóla verður tilbúinn, segir á vef sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024