Tónlistarskólar með sameiginlega tónleika
– á degi tónlistarskólanna
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur sl. laugardag. Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum stóðu fyrir sameiginlegum tónleikum í tilefni dagsins í Grindavíkurkirkju þar sem komu fram nemendur úr skólunum með tónlistaratriði.
Fjórir tónlistarskólar tóku þátt í tónleikunum en það voru Tónlistarskólinn í Garði, Tónlistarskólinn í Grindavík, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónlistarskóli Sandgerðis.
Á Íslandi eru starfandi um 90 tónlistarskólar og við þá starfa um 900 kennarar. Þá eru nemendurnir um 15.000 talsins.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum á tónleikunum um nýliðna helgi. Nokkur tóndæmi frá tónleikunum verða í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudagskvöld í þætti sem sýndur verður á ÍNN og hér á vf.is.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson