Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistarmenn ánægðir með rokksafnið
Tómas Young.
Laugardagur 12. apríl 2014 kl. 08:00

Tónlistarmenn ánægðir með rokksafnið

- segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar.

„Ég á alveg von á því að það verði smá umgangur hér í sumar af ferðamönnum. Hingað hafa komið bæði leikskóla- og grunnskólakennarar og það vilja allir koma hingað með hópana sína og sýna þeim Hljómahöllina,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar.

Besti búnaður sem völ er á

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tómas segir að í Hljómahöll sé besti búnaður sem völ er á til ráðstefnuhalds og mikil áhersla verði lögð á að draga slíka viðburði til bæjarins. Hægt sé að varpa mynd og hljóði á milli allra sala í húsinu. T.a.m. sé hægt að hafa beina útsendingu úr Stapa yfir í tónleikasalinn Berg og á fjóra myndvarpa í Rokksafninu og í bíósal í húsinu. „Í tónlistarskólanum eru einnig fjölmörg fundarherbergi og skólastofur sem má nýta til ráðstefnuhalda, þannig að við getum tekið á móti frekar stórum ráðstefnum,“ segir Tómas.

Fengu gítar frá Brynjari í OMAM

Nýjasta tækni er einnig notuð á Rokksafni Íslands. Þar er öll framsetning myndræn. Textar og myndir eru á veggjum, þar eru níu skjáir sem miðla efni og þá fá sýningargestir spjaldtölvur með hljóð- og myndleiðsögn og þar með er Rokksafn Íslands fyrsta safnið á Íslandi til að taka það skref.
Tómas segir að svokallað „SoundLab“ sé mjög vinsælt. Þar getur fólk sest við hljóðfæri, sett á sig heyrnartól og leikið af fingrum fram án þess að nokkur annar heyri. Þá þykir Tómasi vænt um að Brynjar í Of Monsters And Men hafi afhent safninu gítarinn sem fór í heimsreisu OMAM. Ljósabúningur frá Páli Óskari er á sýningunni og þá er trommusett Gunnars Jökuls á sýningunni. „Gunnar notaði trommusettið á plötunni Lifun, sem er ein besta plata Íslandssönunnar,“ segir Tómas.

Aðspurður um viðbrögð tónlistarmanna við sýningu Rokksafns Íslands, þá segir Tómas þau vera góð. „Þeir sem hafa komið hingað eru alveg gríðarlega ánægðir með hvernig sagan er sögð og hvaða tækni er verið að nota“.