Tónlistarlífið iðar í bænum
Vegleg menningar- og tónlistarveisla er í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Jólahljómsveit Tónlistarskólans hefur verið með jólastuð frá kl. 14:00 í dag ásamt jólasveinum. Kl. 17:00 verða tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju með strengjasveitum frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Barnakór og kór söngdeildar. Að lokum verður að minna á risatónleika í Reykjaneshöll kl. 16:00 þar sem fremstu og vinsælustu hljómsveitir landsins leiða saman hesta sína og skemmta bæjarbúum. Má þar nefna hljómsveitir eins og Írafár, Í svörtum fötum, Land og synir og fleiri góðar.
Hægt er að sjá jóla- og menningardagskrá í Reykjanesbæ á síðu 23 í veglegu jólablaði Víkurfrétta sem kom út sl. fimmtudag.
Hægt er að sjá jóla- og menningardagskrá í Reykjanesbæ á síðu 23 í veglegu jólablaði Víkurfrétta sem kom út sl. fimmtudag.