Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival fór vel af stað
Keflavík Music Festival fór vel af stað í gær. Valdimar og Klassart settu hátíðina á veitingastaðnum Ránni og þar var kominn saman fjöldi fólks. Sveitirnar fluttu þar ný lög í bland við eldri og vinsælli lög. Eftir tónleikana á Ránni héldu gestir á flakk milli skemmtistaða þar sem ýmislegt var í boði. Mikil stemning var í bænum og fór skemmtanahald vel fram að öllu leyti.
Hér má sjá ljósmyndasafn frá hátíðinni sem Víkurfréttir tóku.
VF-myndir