Tónlist í boði bankanna
Það er búið að vera mikið tónlistarlíf í bönkunum í Reykjanesbæ í dag í tilefni Ljósanætur. Í afgreiðslu Íslandsbanka léku Eldar, sem er ný sveit Björgvins Ívars Baldurssonar og Valdimars Guðmundssonar. Hinum megin við götuna voru svo þeir Magni Ásgeirsson úr Á móti sól og Pétur Örn úr Buffinu að spila fyrir gesti Byrs. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í þessum tveimur bönkum nú áðan.
Pétur Örn og Magni Ásgeirsson gefa ljósmyndara VF auga.
Hluti áheyrenda í Íslandsbanka sem hlustuðu á ljúfa tóna Elda.
Áheyrendur í afgreiðslu Byrs nú síðdegis.