Tónlist flæðir um Bláa lónið
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með glæsibrag í gær. Tónleikar voru meðal annars haldnir á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið. Fjórar af vinsælustu hljómsveitum landsins munu stíga þar á stokk yfir hátíðina, sem stendur þar yfir frá 30. október - 2. nóvember frá kl. 14.00-16:.00.
Miðaverð er kr. 7.500,- og er létt máltíð innifalin. Hljómsveitin Kaleo gladdi augu og eyru gesta í gær. Í dag mun hljómsveitin Ylja koma fram, Valdimar á föstudag og Retro Stefson rekur lestina á laugardag.
Tónleikarnir hafa fengið frábærar viðtökur og virðast færri komast að en vilja því uppselt er alla dagana.