Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlist, menning og fjör á Ljósanótt 2017
Eftir undirritun styrktarsamninga við Ljósanótt 2017.
Þriðjudagur 22. ágúst 2017 kl. 14:40

Tónlist, menning og fjör á Ljósanótt 2017

- Toyota í Reykjanesbæ býður upp á flugeldasýningu

Ljósanótt verður ekki haldin án styrktaraðila né aðkomu bæjarbúa að dagskrá. Skrifað var undir samninga við þrjá stærstu styrktaraðilana í morgun, Landsbankann, Isavia og Nettó. Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri sagði við undirskrift fulltrúa stærstu viðburða verða stærri og stærri með ári hverju. „Það er fagnaðarefni fyrir mig sem er að upplifa Ljósanótt í 18. sinn.“ Ljósanótt verður haldin 30. ágúst til 3. september.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir helstu styrktaraðila og þær breytingar sem orðið hafa í hátíðardagskránni að undanförnu. Allt er þó með hefðbundnu sniði. „Í fyrra slepptum við blöðrum að ósk bæjarbúa sem láta sér annt um umhverfið og vegna aukinna öryggiskrafna munu bílar fornbílaklúbbsins ekki aka niður Hafnargötu í ár. Þá styrkir HS Orka ekki flugeldasýninguna í ár þar sem hún samræmist ekki nýsamþykktri umhverfisstefnu fyrirtækisins.“ Kjartan Már sagði flugeldasýningu hins vegar ekki sleppt, enda væri ósk bæjarbúa að hafa hana áfram. Í ár verður  sýningin í boði Toyota umboðsins í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alla dagskrárliði má nálgast á vef Ljósanætur, http://ljosanott.is.

Auk Toyota eru stærstu styrktaraðilar Landsbankinn, sem býður upp á stórtónleika á stóra sviði að kvöldi laugardags, Isavia býður upp á bryggjuball á föstudagskvöldi og styrkir Heimatónleika í gamla bænum, Securitas tryggir öryggi Skessunnar í hellinum og Lagardére styrkir hátíðina á veglegan hátt. Þá styrkir Nettó  barnadagskrá og árgangagöngu, Skólamatur býður upp á kjötsúpu við bryggjuball eins og undanfarin ár við miklar vinsældir.

Að venju geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldan getur unað saman við leik og fjölbreytta barna-, unglinga- og fjölskyldudagskrá, sótt sýningar og tónleika af ýmsum toga og tekið þátt í íþróttaviðburðum. Súpuveislur Nettó fyrir árgangagöngu og Skólamatar á bryggjuballi sjá svo um að allir séu saddir.

Að venju er búist við stuði og stemmingu á Ljósanótt. Þessi mynd er frá tískusýningu Kóda við Hafnargötu.