Tónleikaveisla við upphaf Sjóarans síkáta
Grindvíkingar fjölmenntu á þrenna tónleika í gærkvöldi þegar Sjóarinn síkáti hófst. Á Salthúsinu var þétt setinn bekkurinn þar sem Maggi Eiríks og KK spiluðu sjómannalög af nýútgefnum diski og komu reyndar víðar við og að sjálfsögðu við góðar undirtektir.
Á efstu myndinni eru þeir félagar KK og Maggi Eiríks.
Ljósmyndir: www.grindavik.is