Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónleikarnir „Götupartý Ljósanætur“ við Hafnargötu 30
Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 16:32

Tónleikarnir „Götupartý Ljósanætur“ við Hafnargötu 30

Götupartý Ljósanætur eru tónleikar sem haldnir eru í annað sinn í ár á Ljósanótt á Tjarnargötu, fyrir framan Bústoð. Um er að ræða tónleika með fjölmörgum listamönnum sem troða upp á föstudegi sem og laugardaginn frá kl. 13:00 til 23:00 báða dagana. Skipuleggjendur tónleikanna segja að í ár sé viðburðurinn töluvert stærri í fyrra og hafa þeir lagt mikla vinnu í umgjörð.
 
Skipuleggjendur segja að hugmyndin hafi komið til þess að auka fjölbreytileika hátíðarinnar. ,,Við fórum af stað með þetta verkefni í fyrra og vissum í raun ekki alveg hvernig þetta myndi koma út. En það heppnaðist mjög vel þá svo við vildum kýla aftur á þetta í ár, stækkuðum konseptið og erum að gera þetta allt töluvert stærra en í fyrra,“ segir tónleikahaldari.
 
Götupartýið er hugsað sem tækifæri fyrir tónlistarmenn að koma fram og skemmta gestum og gangandi en hátíðin er skipulögð af forsvarsmönnum skemmtistaðarins H30 og fleiri áhugamönnum um tónlist. Dagskráin er skipuð fjölbreyttum hópi tónlistarmanna með ólíka tónlist og koma allstaðar af landinu og alla leið frá Bandaríkjunum. Allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.
 
Mikill metnaður er lagður í umgjörðina í kringum sviðið. ,,Við erum með sviðsbíl sem er 35-40 fermetrar, ljósaseríur fyrir ofan danssvæðið, reykvél, flott ljósashow og hljómkerfi. Við erum virkilega spennt fyrir helginni og það virkilega gaman að fá að taka þátt í dagskránni á Ljósanótt. Við vonumst bara til þess að sem flestir láti sjá sig,“ segir tónleikahaldari.
 
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn með því að smella hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024