Tónleikar unga fólksins á Ljósanótt
Einn af föstu liðum Ljósanætur eru Tónleikar unga fólksins sem gjarnan eru vel sóttir.
88 Húsið skipuleggur tónleikana fyrir tilstyrk Landsbankans og verða þeir haldnir fimmtudaginn 2. september klukkan 20:00 í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Húsið opnar 19:30.
Listamennirnir sem fram koma eru: Rapparinn Authentic the exception, The Assassin of a Beautiful Brunette, Stjörnuryk, Hljómsveitin Hinir, Sgt. Millers Misbehavious Daughter, Ramses, A day in december, Rapparinn Ástþór Óðinn, Reason To Believe og SkyReports.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Rétt er að minna á að öll notkun áfengis og eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð.