Tónleikar tileinkaðir sjómannskonum
Óskalög sjómanna hafa verið fastur liður í tengslum við Sjóarann síkáta í Grindavík undanfarin fjögur ár en þá flytur hljómsveitin Meðbyr skemmtileg sjómannalög. En Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur hefur einnig æft upp skemmtilegt prógramm með sjómannalögum og flytur óskalög sjómanna í Grindavíkurkirkju?laugardaginn 26. september nk. kl. 17:00.
Tónleikarnir eru tileinkaðir öllum sjómannskonum á Suðurnesjum
Undirleikarar: Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Tómas R. Einarsson.?Stjórnandi: Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Miðar seldir við innganginn: verð 2.000 kr.?Forsala miða er í síma: 897-1885?Netfang:[email protected] veffang: www.lettsveit.is
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Þær hittast vikulega til að æfa fyrir hvern þann viðburð sem framundan er, undir vaskri stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.