Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar til styrktar MND félaginu í Grindavíkurkirkju
Mánudagur 14. september 2009 kl. 08:11

Tónleikar til styrktar MND félaginu í Grindavíkurkirkju

Á undanförnum árum hefur myndast sú hefð hjá Karlakórnum Þröstum að hefja starfsárið á söngferð um landið þar sem sungið er til styrktar einhverju góðu málefni. Árið 2008 fór kórinn hringinn um landið og hélt ferna tónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins og tókst sú ferð ákaflega vel og var kórnum vel tekið þar sem hann kom.

Dagana 24. til 27. september nk. munu Þrestir halda ferna tónleika til styrktar MND félaginu á Íslandi og verður sungið á Suðurnesjum, Selfossi, uppsveitum Árnessýslu og í Hafnarfirði.

Fyrstu tónleikar verða í Grindarvíkurkirkju fimmtudaginn 24. september kl. 20:00

Selfosskirkju föstudaginn 25. september kl. 20:00

Félagsheimili Hrunamanna, Flúðum 26. september kl. 16:00

Lokatónleikar verða í Víðistaðakirkju Hafnarfirði sunnudaginn 27. september kl. 20:00. Þeir tónleikar verða einnig minningatónleikar um tvo söngfélaga í Þröstum sem látist hafa úr MND sjúkdómnum á árunum frá 2003 til 2008.

Þessi tónleikaferð verður farinn í samvinnu við MND félagið á Íslandi sem mun kynna starfsemi félagsins, eðli MND sjúkdómsins og helstu baráttumál félagsins.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024