Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónleikar til minningar um Siguróla Geirsson annað kvöld
Þriðjudagur 18. maí 2010 kl. 08:56

Tónleikar til minningar um Siguróla Geirsson annað kvöld


Tónleikar til minningar um tónlistarmanninn Siguróla Geirsson, verða haldnir í Keflavíkurkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. maí á afmælisdegi Siguróla sem hefði orðið 60 ára þennan dag.

Á tónleikunum mun fjöldi kóra, lúðrasveita og einstaklinga koma fram og flytja lög og útsetningar eftir Siguróla. Auk þess munu nokkrir góðir vinir segja stuttar en skemmtilegar sögur sem tengjast Siguróla. Kynnir á tónleikunum verður Kjartan Már Kjartansson. Að tónleikunum loknum munu félagar Siguróla úr Frímúrarareglunni bjóða tónleikagestum upp á kaffi og konfekt í Safnaðarheimilinu auk þess sem þar verða sýndar myndir, handrit o.fl. sem tengjast ævi og starfi tónlistarmannsins.

Aðgöngumiðar verða seldir í forsölu á skrifstofu Keflavíkurkirkju frá kl. 10-12 þriðjudaginn 18. maí og miðvikudaginn 19. maí. Ef einhverjir miðar verða eftir þegar forsölu lýkur verða þeir seldir við innganginn frá kl. 19:00. Miðaverð er aðeins kr. 1.000.- og rennur óskipt í orgelsjóð kirkjunnar. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024