Heklan
Heklan

Mannlíf

Tónleikar söngdeildar í DUUS-húsum
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 12:50

Tónleikar söngdeildar í DUUS-húsum

Söngdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum, miðvikudaginn 30. apríl kl.19.30 Fram koma nemendur í einsöngs og samsöngsatriðum auk kórs söngdeildarinnar. Flutt verður tónlist úr þekktum söngleikjum.Kennarar söngdeildar eru Hjördís Einarsdóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir. Meðleikari á píanó er Ragnheiður Skúladóttir, sem mun leika á hinn nýja, glæsilega flygil Listasafnsins sem var vígður með formlegum hætti laugardaginn 26. apríl s.l. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25