Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar söngdeildar í DUUS-húsum
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 12:50

Tónleikar söngdeildar í DUUS-húsum

Söngdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum, miðvikudaginn 30. apríl kl.19.30 Fram koma nemendur í einsöngs og samsöngsatriðum auk kórs söngdeildarinnar. Flutt verður tónlist úr þekktum söngleikjum.Kennarar söngdeildar eru Hjördís Einarsdóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir. Meðleikari á píanó er Ragnheiður Skúladóttir, sem mun leika á hinn nýja, glæsilega flygil Listasafnsins sem var vígður með formlegum hætti laugardaginn 26. apríl s.l. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024