Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar og upplestur í Duushúsum
Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 11:17

Tónleikar og upplestur í Duushúsum

ÞRÍEYKIÐ CLARA WIECK, ROBERT SCHUMANN OG JÓHANNES BRAHMS

Næstkomandi sunnudag, 4. mars, verða tónleikar og upplestur í Reykjanesbæ. Tónleikarnir verða haldnir í Bíósal Duushúsa kl. 16.00. Lesið verður úr dagbókum og bréfum Clöru og Roberts Schumanns og sungin og leikin tónlist eftir þau og fjölskylduvininn Jóhannes Brahms. Verkin sem flutt eru á þessum tónleikum eru stórbrotin og fögur og leiða okkur inn í ævintýraheim þar sem andagift og snilligáfa þessara þriggja vina er allsráðandi. Þar gefur að heyra þrjár rómönsur og þrjú sönglög eftir Clöru Schumann, sönglög úr Frauenliebe und leben og Rückert-ljóðunum auk sónötu fyrir fiðlu og píanó í a-moll eftir Róbert Schumann, og Feldeinsamkeit op. 86 nr. 2, Scherzo fyrir fiðlu og píanó og Sonatensatz eftir Jóhannes Brahms.

Tónlistarflutningurinn er í höndum þeirra Auðar Hafsteinsdóttur, fiðluleikara, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur, sópransöngkonu og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, píanóleikara, en um upplestur úr dagbókum og bréfum Schumann hjónanna sjá þau Hulda Björk og Árni Sigfússon bæjarstjóri.

Miðaverð: kr. 1000, ókeypis fyrir lífeyrisþega og nemendur.
Sími í miðasölu er 421-3796 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024