Tónleikar og myndlistasýning í Keflavík
Fimmtudaginn 17. janúar verður Guðmundur R Lúðvíksson, myndlista-ö og tónlistarmaður með myndlistarsýningu og tónleika á Icelandair hótelinu í Keflavík ásamt Cobó-sveitinni sinni.
Þar sýnir hann 12 verk sem fara á sýningu í Þýskalandi í sumar á einni stærstu samsýningu sem haldin er ár hvert í Evrópu.
Kl. 20.00 hefjast svo tónleikar þar sem flutt verða ný frumsamin lög við ljóð eftir Kristján Hreinsson, sem hann hefur birt á fésbókar síðunni sinni síðastliðið ár.
Í Combó-sveitinni eru, Adólf Marinósson á áslátt, Ágúst Ingvarsson á slagverk, Brynjar H Brynjólfsson á bassa, Hlöðver S Guðnason á klassískan gítar og söngkonan Birta Sigurjónsdóttir.
Hverjum aðgöngumiða fylgir geisladiskur með lögunum sem verða flutt á tónleikunum. Icelandair hótelið mun bjóða upp á tilboð á gistingu og mat í tilefni þessa viðburðar.
Miða má nálgast í móttöku Icelandair hótelsins í Keflavík og kostar miðinn ásamt disknum aðeins 1.000.- kr.
Hver diskur er númeraður og verður eitt númer dregið út og sá/sú heppna fær að velja sér eitt málverk í vinning sem er á sýningunni.