Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar MEGA-hljómsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Frá æfingu MEGA-hljómsveitarinnar í Bergi.
Fimmtudagur 3. mars 2022 kl. 17:56

Tónleikar MEGA-hljómsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Næstkomandi laugardag, þann 5. mars kl.13:00, heldur MEGA-hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tónleika í Bergi, Tónlistarskólanum/Hljómahöll. 

Tónleikarnir verða um 30 mínútna langir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitin var sett saman fyrir stuttu síðan og er afmarkað verkefni nemenda skólans en hljómsveitina skipa alls 21 nemandi á strengjahljóðfæri, klassíska gítara og blásturshljóðfæri auk tveggja kennara. Annar þeirra, Þórunn Harðardóttir, fiðlu- og víólukennari, er stjórnandi hljómsveitarinnar.

Þessi samsetning á hljómsveit er frekar óvenjuleg en samhljómurinn er afar fallegur þar sem mætast skerpa strengja- og blásturshljóðfæranna og mýkt gítaranna.

Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú þjóðlög í sérstökum útsetningum fyrir áðurnefnda hljómsveitarsamsetningu.

Gestir eru velkomnir auk þess sem tónleikunum verður streymt á YouTube-rás skólans.

Það er gaman að geta þess að MEGA-hljómsveitin verður eitt af framlögum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á „Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla“ sem fram fer í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 19. mars.