Tónleikar með Rými í Frumleikhúsinu
Hljómsveitin Rými mun halda útgáfutónleika í Frumleikhúsinu á Hvítasunnudag kl. 21.00 vegna nýútkominnar plötu þeirra; Unity for the first time. Aðgangseyrir er kr. 300 og verður platan leikin í heild sinni. Allir gestahljóðfæraleikararnir á plötunni munu spila.
Rými er keflvísk hljómsveit skipuð fjórum strákum á aldrinum 19-21 árs, þeim Sveini, Tómasi, Ævari og Oddi, og er óhætt að segja að þetta sé ein bjartasta vonin í Bítlabænum.
Rými er keflvísk hljómsveit skipuð fjórum strákum á aldrinum 19-21 árs, þeim Sveini, Tómasi, Ævari og Oddi, og er óhætt að segja að þetta sé ein bjartasta vonin í Bítlabænum.