Tónleikar með djassbandinu Þríó í Bókasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00 stígur djassbandið Þríó á stokk í Miðju Bókasafns Reykjanesbæjar og verða þetta tónleikar númer tvö í Tónleikaröð Ellýjar.
Það verður án efa leikinn gæðadjass en Þríó skipa þeir Jón Böðvarsson (saxófónn), Sigurður Baldvin Ólafsson (gítar) og Vilhjálmur Thorarensen (bassi). Gestaspilari er Magnús Már Newman (trommur).
Enginn aðgangseyrir og öll velkomin á viðburðinn.
Í spilaranum neðar á síðunni má heyra brot af fyrstu tónleikunum í Tónleikaröð Ellýjar en þeir fóru fram í Bergi, Hljómahöll, þann 29. febrúar síðastliðinn en þá lék Tríó Alberts Sölva fyrir gesti.
Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar og Reykjanesapóteki í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.