Tónleikar Klassart falla niður sökum veikinda
Hljómsveitin Klassart er í óðaönn að undirbúa útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar en það er Geimsteinn sem gefur hana út. Til að hita upp fyrir tónleikaröð í sumar voru fyrirhugaðir tónleikar á skemmtistaðnum Paddy´s, í Keflavík, miðvikudaginn 16. maí.
Því miður verða þeir tónleikar ekki vegna skyndilegra veikinda gítarleikara hljómsveitarinnar. En þó mun Klassart spila í beinni á rás 2 föstudaginn 18. maí, ásamt óvæntum gestagítarleikara. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hljómsveitarinnar: www.myspace.com/fridaklassart
Mynd/ Gúndi