Tónleikar Karlakórs Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur er að fara í gang með skemmtilega tónleikaröð sem hefst með tónleikum í Grindavíkurkirkju á föstudaginn. Þeir munu svo syngja tvisvar í Ytri-Njarðvíkurkirkju 27. apríl og 2. maí og í Seltjarnarneskirkju þann 1. maí.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og samanstendur af íslenskum og sænskum þjóðlögum, lögum eftir Bellman og kraftmiklum sjómannalögum. Má þar nefna Suðurnesjamenn og Stjána Bláa.
Einsöngvarar eru Steinn Erlingsson bariton og Davíð Ólafsson bassi sem munu sýna sínar bestu hliðar. Undirleik annast Sigurður Marteinsson á píanó, Þórólfur Þórsson á bassa. Þá leika rússnesku snillingarnir Juri og Vadin Fedorov á harmoniku á tónleikunum.
Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Guðlaugur er tónmenntakennari við grunnskóla Reykjavíkur og Borgarholtsskóla. Hann hefur verið stjórnandi ýmissa kóra svo sem Karlakórs Reykjavíkur og svo Lögreglukór Reykjavíkur sem hann stjórnar enn í dag. Guðlaugur er félagi í Voces Thules sem hefur ferðast víða erlendis og vakið athygli fyrir flutning á gamalli og nýrri tónlist