Tónleikar Júlíkvartettsins í Bíósal Duus-húsa á sunnudaginn
Strengjakvartett úr Reykjavík – Júlíkvartettinn – heldur tónleika í Bíósal Duus-húsa í Reykjanesbæ, sunnudaginn 25. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl.16.00.
Júlíkvartettinn skipa Júlíana Elín Kjartansdóttir, 1. fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, 2. fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Auður Ingvadóttir, selló. Þær starfa allar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa líka leikið saman sem kvartett í mörg ár.
Sérstakir gestir Júlíkvartettsins verða Aðalsteinn Axelsson, gítarleikari, Bjarni Benediktsson, saxófónleikari, Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, Sigtryggur Kjartansson, píanóleikari og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, sópran, en þau eru öll nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Auk þess munu nokkrir kennarar skólans koma fram með kvartettinum og nemendunum.
Á efnisskrá verða verk eftir m.a. Dvorák, Mozart og Rodrigo.
Tónleikarnir eru liður í samstarfi Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT), menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir til að mæta á þessa tónleika, sem verða mjög fjölbreyttir og sérstakir.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Júlíkvartettinn skipa Júlíana Elín Kjartansdóttir, 1. fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, 2. fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Auður Ingvadóttir, selló. Þær starfa allar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa líka leikið saman sem kvartett í mörg ár.
Sérstakir gestir Júlíkvartettsins verða Aðalsteinn Axelsson, gítarleikari, Bjarni Benediktsson, saxófónleikari, Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, Sigtryggur Kjartansson, píanóleikari og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, sópran, en þau eru öll nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Auk þess munu nokkrir kennarar skólans koma fram með kvartettinum og nemendunum.
Á efnisskrá verða verk eftir m.a. Dvorák, Mozart og Rodrigo.
Tónleikarnir eru liður í samstarfi Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT), menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir til að mæta á þessa tónleika, sem verða mjög fjölbreyttir og sérstakir.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.