Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar Júlíkvartettsins í Bíósal Duus-húsa á sunnudaginn
Mánudagur 19. nóvember 2007 kl. 11:31

Tónleikar Júlíkvartettsins í Bíósal Duus-húsa á sunnudaginn

Strengjakvartett úr Reykjavík – Júlíkvartettinn – heldur tónleika í Bíósal Duus-húsa í Reykjanesbæ, sunnudaginn 25. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl.16.00.

Júlíkvartettinn skipa Júlíana Elín Kjartansdóttir, 1. fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, 2. fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Auður Ingvadóttir, selló. Þær starfa allar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa líka leikið saman sem kvartett í mörg ár.
Sérstakir gestir Júlíkvartettsins verða Aðalsteinn Axelsson, gítarleikari, Bjarni Benediktsson, saxófónleikari, Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, Sigtryggur  Kjartansson, píanóleikari og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, sópran, en þau eru öll nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Auk þess munu nokkrir kennarar skólans koma fram með kvartettinum og nemendunum.

Á efnisskrá verða verk eftir m.a. Dvorák, Mozart og Rodrigo.

Tónleikarnir eru liður í samstarfi Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT), menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir til að mæta á þessa tónleika, sem verða mjög fjölbreyttir og sérstakir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024