Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 9. apríl 2002 kl. 13:49

Tónleikar í Sandgerði á föstudaginn

Kristjana Helgadóttir og Berglind María Tómasdóttir flautuleikarar og
Júlíana Rún Indriðadóttir, píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 12. aprík nk. kl. 20Efnisskrá:

J. S. Bach (1685-1750):
Tríósónata fyrir tvær flautur og fylgirödd í G dúr, BWV 1039
I. Adagio
II. Allegro ma non presto
III. Adagio
IV. Presto

G. Petrassi (1904):
Dialogo angelico, fyrir tvær flautur
I. Andantino sereno
II. Allegretto
III. Andante

H. Berlioz (1803-1869):
Tríó ungu Ísmaelítanna, úr “Fæðingu Krists”, ópus 25, fyrir tvær flautur og píanó.

-Hlé-

A. Roussel (1869-1937):
Jouers de flute, fyrir flautu og píanó
Pan-Tityre-Krishna-Mr. de la Péjaudie

G. Fauré (1845-1924):
Fantasie, fyrir flautu og píanó

F. Doppler (1821-1883):
Andante og rondó, fyrir tvær flautur og píanó




Um flytjendur:

Kristjana Helgadóttir hóf flautunám við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og lauk kennaraprófi árið 1994 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og ári síðar burtfararprófi frá sama skóla. Aðalkennari hennar var Bernharður Wilkinson. Haustið 1995 hóf hún nám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant og lauk meistargráðu þaðan árið 1998. Veturinn 1998-1999 nam hún nútímatónlist hjá Harrie Starreveld við sama skóla. Kristjana hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu. Hún kennir við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.

Berglind María Tómasdóttir lauk kennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1997 og 1998. Hún stundaði framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1998-2001. Hluta námsins dvaldi hún sem gestanemi við Tónlistarháskólann í París. Meðal helstu kennara hennar í gegnum tíðina hafa verið Hallfríður Ólafsdóttir, Bernharður Wilkinson, Toke Lund Christiansen og Pierre-Yves Artaud. Berglind kennir við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs.

Júlíana Rún Indriðadóttir lauk einleikaraprófi árið 1989 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. 1989-1994 stundaði Júlíana framhaldsnám í Berlín undir leiðsögn Georg Sava. Eftir tveggja ára dvöl hérlendis hélt hún til náms við Indiana University School of Music, Bloomington. Þar var hún undir handleiðslu Jeremy Denk og Edward Auer og lauk meistaragráðu 1998. Júlíana vinnur við kennslu, undirleik og kórstjórn í Reykjavík. Árið 1995 hlaut hún Tónvakaverðlaun Ríkisútvarpsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024