Tónleikar í Listasafni Reykjanesbæjar í kvöld
Alexandra Chernyshova, sópran og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, messósópran við undirleik Gróu Hreinsdóttur, píanóleikara, halda tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar (DUUS) í kvöld, miðvikudaginn 16.júní kl. 20:00. Tónleikarnir verða á þjóðlegum nótum þar sem sungið verður á úkraínsku, rússnesku og íslensku eftir tónskáld frá viðkomandi löndum. Á efnisskrá verða m.a. alþýðu- og þjóðlög, aríur úr óiperum og rómantísk lög. Tónleikarnir eru tileinkaðir hátíðisdegi Íslands.