Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónleikar í Kálfatjarnarkirkju
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 13:27

Tónleikar í Kálfatjarnarkirkju


Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium mun halda tónleika ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara, í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. júlí kl. 20.00.  Aðgangur er ókeypis.

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt tónlist frá endurreisnar- og barokktímabilinu, auk nýrrar tónlistar.

Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium hefur sérhæft sig annars vegar í flutningi nútímatónlistar en hins vegar í flutningi tónlistar frá endurreisnar- og barokktímabilinu, er mikilsvirtur á því sviði og hefur hlotið fjölda viðurkenninga.
Musica ad Gaudium skipa: Andrea Brožáková sópran, Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari og Václav Kapusta fagottleikari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024