Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar í Grindavíkurkirkju á sunnudagskvöld
Þriðjudagur 24. febrúar 2009 kl. 16:22

Tónleikar í Grindavíkurkirkju á sunnudagskvöld

Sunnudagskvöldið 1. mars kl. 20 verða haldnir hljómleikar í Grindavíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram saxófónleikarinn Sigurður Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson. Efnisskrá tónleikana stendur saman af sálmum og íslenskum ættjarðarlögum í nýjum útsetningum þeirra félaga en þar gegnir spuni megin hlutverki.
Saxófónleikarinn Sigurður  Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson hófu samstarf sitt árðið 1998.   Þeir héldu sína fyrstu tónleika í Hallgrímskirkju í september 1999 og  fyrsta platan, Sálmar lífsins, kom út árið 2000.  Hún snérist um  endurútsetngar þekktra sálmalaga og spuna út frá þeim.  Sálmar jólanna  kom út árið 2001, en á henni voru sálmar og önnur tónlist tengd jólum tekin  til skoðunar.  Þriðji diskurinn, Draumalandið, kom út árið 2004, en hann  hefur að geyma íslensk ættjarðarlög í spuna útsetningum dúósins.   Gunnar og Sigurður hafa komið fram á tónleikum í öllum landshlutum, en  auk þess í Þýskalandi, Danmörku, Færeyjum og  Álandseyjum.
Miðaverð er kr. 1000
 
Sigurður  Flosason
Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá  Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum  saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan  Bachelorsprófi  1986 og Mastersprófi 1988. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn 1988-1989.  Hann var ráðinn  yfirkennari jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan.
 
Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi  undanfarin ár. Hann hefur gefið út átta geisladiska í eigin nafni auk dúó  hljóðritana með Gunnari Gunnarssyni, Jóel Pálssyni, Sólrúnu Bragadóttur og  Pétri Grétarssyni. Sigurður hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum og leikið talsvert erlendis.  Hér á landi hefur hann  starfað með fjölmörgum hljómsveitum við flestar gerðir tónlistar.  Sigurður hefur komið mikið fram á tónleikum, leikið á geisladiskum og  starfað í leikhúsum auk ýmissa félags- og stjórnunarstarfa tengdum tónlist.   Hann hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis  verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.
 
Gunnar  Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson hóf tónlistarnám á Akureyri, en lauk síðan  Kantorsprófi frá Tónskóla  þjóðkirkjunnar 1988 og lokaprófi frá  Tónfræðadeild Tónlistarskólans í  Reykjavík 1989. Um árabil kenndi hann  við Tónlistarskólann Akureyri, lék í  hljómsveitum norðanlands og var  jafnframt kirkjuorganisti. Árið 1993 gaf Gunnar út rannsóknarritgerð í  sálmafræði  sem bar heitið "Weyse  handritin og Choralbog for  Island" og fjallar hún um tilurð fyrstu sálmasöngsbókar Íslendinga og þau  handrit sem hún byggir á. Frá árinu 1995 hefur hann verið  organisti við  Laugarneskirkju í Reykjavík.
 
Gunnar getið  sér gott  orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutning og víða komið fram á tónleikum  innan lands og utan. Auk hefðbundinnar tónlistariðkunar á vettvangi  kirkjuorganista hefur  hann útsett og flutt trúarlega tónlist með  nýstárlegum  hætti, m.a. á plötunni Von og vísu ásamt Önnu Pálínu  Árnadóttur (1994) og á þremur geisladiskum með Sigurði Flosasyni. Einnig hefur  hann leikið á píanó  með mörgum þekktum tónlistarmönnum og átt þátt í  útsetningum og hljóðritunum  djasstónlistar og þjóðlegrar tónlistar.  Á undanförnum árum hefur Gunnar í auknum mæli útsett tónlist  fyrir kóra og sönghópa og hafa útsetningar hans á kirkjutónlist komið út  hjá Skálholtsútgáfunni. Einnig hefur hann útsett djasstónlist, m.a. eftir  Tómas R. Einarsson í Djassbiblíu Tómasar R. Út hafa komið þrjár  einleiksplötur með Gunnari en það eru SKÁLM (1996), STEF (1998), og DES  (2003), auk dúóplatnanna HÚM (2005) og HRÍM  (2008).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024