Tónleikar í Duushúsum - vígsla nýs flygils
Laugardaginn 26. apríl n.k. verður nýr flygill í eigu Listasafns Reykjanesbæjar vígður með tónleikum. Tónleikarnir verða í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum og hefjast klukkan 15.00. Ýmsir listamenn munu koma fram og m.a. verður flutt tónlist eftir Anton Dvorak og Edward Grieg. Flygillinn verður auðvitað í aðalhlutverki og m.a. munu tónleikagestir fá að heyra einleik á píanó, einsöng við undirleik á píanó og spilað verður fjórhent á flygilinn.Þeir listamenn, sem fram koma, eru Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir, en þær eru allar kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, og síðast en ekki síst mun Jónas Ingimundarson spila og spjalla eins og honum einum er lagið. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar mun ávarpa gesti. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir enginn.
Valgerður Guðmundsdóttir
menningarfulltrúi
Myndin: Úr sal Listasafns Reykjanesbæjar.
Valgerður Guðmundsdóttir
menningarfulltrúi
Myndin: Úr sal Listasafns Reykjanesbæjar.