Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar í Bíósal DUUS
Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 13:10

Tónleikar í Bíósal DUUS

Sunnudaginn 17. febrúar kl. 16.00 halda Micahel Clarke barítón og  Þórarinn Stefánsson píanóleikari söngtónleika í Bíósalnum í Duushúsum í  Reyjanesbæ.

Tónleikarnir eru helgaðir minningu Gunnars Reynis Sveinssonar en hann  lést í byrjun mánaðarins.

Uppistaðan í efnisskránni er lagaflokkur Gunnars, Úr Söngbók Garðars  Hólmsem saminn var árið 1972. Eins og titill verksins gefur til kynna  eru textarnir sóttir í smiðju Halldórs Laxness og eru þeir ýmist ortir  í orðastað persóna úr skáldsögum hans eða sem tækifærisljóð. Gunnar og  Halldór voru góðir félagar og var hann tíður gestur hjá Gunnari og  hafði Halldór ýmislegt til málanna að leggja enda var hann mikill  áhugamaður um tónlist. Söngflokkurinn var frumfluttur stuttu eftir  að hann var saminn en hefur síðan þá ekki verið fluttur í heild fyrr en  á Myrkum músíkdögum árið 2007 og svo stuttu síðar í Laugarborg í  Eyjafirði og sl. sumar á Gljúfrasteini. Var það í síðasta sinn sem  Gunnar heyrði verkið.
Á tónleikunum verða einnig fluttar útsetningar einsöngvararns á tíu  íslenskum þjóðlögum og nokkur vel þekkt íslensk sönglög.

Tónleikarninr verða um klukkustunar langir og er aðgangseyrir kr.  1.000,-
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024