Tónleikar hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar
Fyrstu tónleikar starfsárs Tónlistarfélags Reykjanesbæjar fara fram laugardaginn 15. október í Bergi. En þar kemur fram slagverksdúettinn 100% Ásláttur sem er skipaður þeim Emil Þorra Emilssyni og Þorvaldi Halldórssyni. Þeir spila tónverk samin sérstaklega fyrir slagverk ásamt því að útsetja sjálfir aðra tónlist. Á tónleikunum verður fjölbreytileiki slagverkshljóðfæra í fyrirrúmi og verða flutt verk eftir; Áskel Másson, Philip Glass, Ney Rousaro, Siegfried Fink, Gene Koshinski & Björk.
Emil og Þorvaldur eru báðir ungir og efnilegir slagverksmenn sem hafa komið víða við. Þeir hafa m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið virkir í popp-senunni þar sem Þorvaldur er trommari hljómsveitarinnar Valdimar og Emil er trommari hljómsveitarinnar Sjálfssprottin Spévísi. Þorvaldur er slagverkskennari í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kenndi Emil einnig við skólann veturinn 2013-2014.
Tónleikarnir hefjast kl.15 og er aðgangseyrir 2.000kr. Félagsmenn Tónlistarfélagsins fá þó miðann á 1.600kr. og tónlistarnemendur 1.200kr.