Tónleikar á Salthúsinu í kvöld
Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, verður með tónleika í tilefni af útgáfu nýjustu sólóplötu sinnar Fuður, á Salthúsinu í kvöld kl. 21:00. Miðaverð er 1.500 kr. Platan á eflaust eftir að slá í gegn en eitt lag af henni er þegar orðið mjög vinsælt. Þar syngur Guðmundur dúett með Birni Jörundi lagið Ilmurinn.