Tónleikar á Degi tónlistarskólanna
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn í dag, laugardaginn 23. febrúar. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að Austurgötu 13 frá kl. 14 - 16:00.Fram koma lúðrasveit, strengjasveit og smærri hljómsveitir. Einnig verður boðið upp á ókeypis prufukennslu í hljóðfæraleik og söng á sama stað og tíma. Allir eru velkomnir.