Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tómt í Listasafni Reykjanesbæjar
Laugardagur 23. október 2010 kl. 13:34

Tómt í Listasafni Reykjanesbæjar

Sýningin TÓMT opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar í gær.

Þar er á ferðinni listamaðurinn Jón B.K.Ransu með ný málverk. Ransu hefur sýnt víða, bæði einkasýningar og samsýningar og einnig hefur hann lengi verið virkur í skrifum um myndlist ásamt því að kenna myndlist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin Tómt er framhald tveggja sýninga með sama nafni þar sem Ransu vinnur áfram með hugmyndina „að ramma inn tómt“ og vísar þar til þess hvernig ramminn hefur þá stöðu að vera hvorki hluti af myndinni né heldur er hann aðskilinn frá henni og því spurning um gildi hvors um sig. Í skemmtilegum texta eftir listamanninn í sýningarskránni veltir hann m.a. fyrir sér sambandinu á milli þagnarinnar og tónanna í tónlistinni, þar sem hvoru tveggja er jafn mikilvægt og hvorugt getur án hins verið. Kann samskonar samband að vera á milli forma og tóms?

Sýningin Tómt er í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum í Reykjanesbæ og stendur til 5. desember. Safnið er opið alla daga frá kl. 13.00-17.00 og ókeypis aðgangur.