Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:54

TÓMSTUNDASTARF Í SKÓLUM REYKJANESBÆJAR: EKKI PLÁSS FYRIR UNGÓ Í HOLTASKÓLA

Undanfarna mánuði hafa átt sér stað miklar umræður um fyrirkomulag félags- og tómstundastarfs fyrir grunnskólanemendur. Í kjölfar breytinga á Holtaskóla vegna einsetningarinnar og að skólinn verður nú langskiptur var nauðsynlegt að nýta það rými sem félagsmiðstöðin Ungó hefur haft til umráða undanfarin ár. Fjörheimar sameiginleg félagsmiðstöð Nú hefur verið ákveðið að tómstundastarf nemenda 6-16 ára fari að mestu leyti fram í húsnæði grunnskólanna en Fjörheimar verði sameiginleg félagsmiðstöð allra og starfsfólk þar aðstoði við tómstundastarfið eftir því sem við á hverju sinni, samkvæmt sérstökum samstarfssamningi skólaskrifstofu og íþrótta- og tómstundaskrifstofu. Berglind Bjarnadóttir verður áfram forstöðumaður Fjörheima en Jón Hilmarsson lætur af störfum sem forstöðumaður Ungó. Honum hefur verið boðið áframhaldandi starf í Fjörheimum. Bæjaryfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta þekkingu og reynslu þess starfsfólks sem stjórnað hefur félagsmiðstöðvunum og Útideildinni undanfarin ár, en frumkvæði unglinganna sjálfra hefur alltaf verið haft að leiðarljósi og verður svo áfram. Byggt á reynslu höfuðborgarsvæðisins Þetta fyrirkomulag tómstundastarfs hefur t.d. verið í Grafarvogi og Reykjavík og þykir hafa tekist vel og er ætlunin að nýta þá reynslu eins og kostur er. Auðvitað verður að sníða okkar tómstundastarf samkvæmt okkar óskum og þörfum og næstu mánuðir munu væntanlega skera úr um hvernig til tekst. Jákvæðni og virk þátttaka grunnurinn Með jákvæðu hugarfari allra bæjarbúa og ekki síst virkri þátttöku unglinganna í tómstundastarfinu í skólunum og á vegum Fjörheima, ætti okkur að takast (tekst okkur) að ná þeim markmiðum sem stefnt er að og hafa bæði gagn og gaman af. Stefán Bjarkason íþrótta- og tómstundafulltrúi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024