Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:39

TÓMSTUNDASTARF ELDRI BORGARA FÆR VEGLEGA GJÖF

Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti nýlega tómstundastarfi aldraðra 100.000 krónur, sem ætlaðar eru til kaups á útskurðarverkfærum. Afhendingin fór fram í Selinu og það var Jóhanna Arngrímsdóttir, forstöðumaður tómstundastarfs eldri borgara í Reykjanesbæ, sem tók við gjöfinni úr hendi Kristbergs Kristbergssonar, formanns líknarnefndar Lionsklúbbsins. Gunnar Jónatansson hefur að undanförnu leiðbeint eldri borgurum í útskurði, en slíkt námskeið er algjör nýjung í tómstundastarfinu. Jóhanna Arngrímsdóttir sagði að þeim væri alltaf að fjölga sem tækju virkan þátt í tómstundastarfinu og að útskurðarnámskeiðið hefði verið mjög vinsælt og færri komist að en vildu. „Ég á von á að annað útskurðarnámskeið verði haldið eftir áramót, þegar þessu lýkur. Við munum þá einnig fara af stað með námskeið í leirmótun, en það verður í Smiðjunni, við Vesturbraut í Keflavík. Frá afhendingu gjafarinnar. Félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur mættu í Selið þar sem eldri borgarar voru á útskurðarnámskeiði hjá Gunnari Jónatanssyni. Kristberg Kristbergsson, formaður líknarnefndar afhenti Jóhönnu Arngrímsdóttur, forstöðumanni tómstundastarfs eldri borgara ávísunina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024