Tómstundamálþing TRB á fimmudaginn
Tómstundamálþing Tómstundabandalags Reykjanesbæjar verður haldið í Virkjun á Ásbrú fimmtudaginn 25. mars 2010 kl. 19:30.
Andri Örn Víðisson formaður TRB mun fjalla um stöðu tómstundamála í Reykjanesbæ, framtíð TRB og hugmyndir um breyttar reglur um úthlutun úr Tómstundasjóði. Þeirri spurningu verður velt upp hvort samningar Íþrótta- og tómstundasviðs bæjarins við tómstundafélög innan TRB hafi skilað tilætluðum árangri ?
Gunnar Ellert Geirsson, verkefnastjóri hjá Háskólavöllum, kynnir fjölbreytta möguleika á tómstundastarfi á Ásbrú.
Skipt verður upp í vinnustofur og fundagestum gefinn kostur á ræða saman og koma með tillögur og hugmyndir um hvernig bæta megi og efla tómstundastarf enn meira í Reykjanesbæ.
Allir eru velkomnir og er áhugafólk um tómstundir, menningu og æskulýðsfélög sérstaklega hvatt til að mæta.
---
VFmynd/elg.