Tómstundafulltrúi hættir í Vogum
Finnbogi E. Kristinsson lætur af starfi tómstundafulltrúa í Vogum um næstu mánaðarmót.
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.Finnbogi byrjaði í hlutastarf hjá Vatnsleysustrandahrepp 1993 en áður hafði hann starfað hjá félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði. „Þessi tími er búin að vera ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Við höfum komið á öflugum samskiptum milli félagsmistöðva á Suðurnesjum síðastliðinn 6 til 7 ár í gegnum SamSuð. Við hér í Vogunum höfum reynt að bjóða upp á sem mesta þjónustu við börn og unglinga og höfum fengið mikinn stuðning frá sveitarstjórninni. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri hefur verið mjög opin fyrir öllum breytingum“, segir Finnbogi um starfið síðustu ár. Árið 1996 var stöðu ómstundafulltrúa breytt í fulla stöðu og tók Finnbogi þá að sér félags- og tómstundastarf aldraðra. „Ég hef séð um æskulýðsmálin, félagsmál aldraðra auk þess sem ég hef tekið að mér umsjón með ýmsum hátíðarhöldum á vegum bæjarins.“ Samstarf við lögregluna hefur einnig verið öflugt og fyrir tveimur árum var komið á fót foreldrarölti, en það starf lá þó niðri í vetur. Félagsmiðstöð unglinga er tiltölulega nýflutt í gamla ESSO-skálann. Starf eldriborgara hefur líka aukist mikið frá því Finnbogi tók við starfi tómstundafulltrúa en erfitt getur verið að fá svona starf til að ganga í litlu samfélagi. Staða tómstundafulltrúa hefur verið auglýst. Þá hefur staða umhverfisstjóra einnig verið auglýst en það er ný staða hjá Vatnsleysustrandahrepp. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandahrepps sagði að líklega yrði ráðið í stöðurnar næstunni en umsóknirnar eru margar og mikill áhugi á þessum störfum.
Finnbogi hefur stundað nám í Rafiðnaðarskólanum með starfinu í vetur og stefnir á áframhaldandi nám á því svið. Auk stöðu tómstundafulltrúa og námsins hefur hann haft umsjón með nettengingum og tölvukosti Vogaskóla. „Ég flyt aldrei úr Vogunum, enda er ég búinn að finna alsælu á Vatnsleysuströnd“, segir Finnbogi að lokum.
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.Finnbogi byrjaði í hlutastarf hjá Vatnsleysustrandahrepp 1993 en áður hafði hann starfað hjá félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði. „Þessi tími er búin að vera ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Við höfum komið á öflugum samskiptum milli félagsmistöðva á Suðurnesjum síðastliðinn 6 til 7 ár í gegnum SamSuð. Við hér í Vogunum höfum reynt að bjóða upp á sem mesta þjónustu við börn og unglinga og höfum fengið mikinn stuðning frá sveitarstjórninni. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri hefur verið mjög opin fyrir öllum breytingum“, segir Finnbogi um starfið síðustu ár. Árið 1996 var stöðu ómstundafulltrúa breytt í fulla stöðu og tók Finnbogi þá að sér félags- og tómstundastarf aldraðra. „Ég hef séð um æskulýðsmálin, félagsmál aldraðra auk þess sem ég hef tekið að mér umsjón með ýmsum hátíðarhöldum á vegum bæjarins.“ Samstarf við lögregluna hefur einnig verið öflugt og fyrir tveimur árum var komið á fót foreldrarölti, en það starf lá þó niðri í vetur. Félagsmiðstöð unglinga er tiltölulega nýflutt í gamla ESSO-skálann. Starf eldriborgara hefur líka aukist mikið frá því Finnbogi tók við starfi tómstundafulltrúa en erfitt getur verið að fá svona starf til að ganga í litlu samfélagi. Staða tómstundafulltrúa hefur verið auglýst. Þá hefur staða umhverfisstjóra einnig verið auglýst en það er ný staða hjá Vatnsleysustrandahrepp. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandahrepps sagði að líklega yrði ráðið í stöðurnar næstunni en umsóknirnar eru margar og mikill áhugi á þessum störfum.
Finnbogi hefur stundað nám í Rafiðnaðarskólanum með starfinu í vetur og stefnir á áframhaldandi nám á því svið. Auk stöðu tómstundafulltrúa og námsins hefur hann haft umsjón með nettengingum og tölvukosti Vogaskóla. „Ég flyt aldrei úr Vogunum, enda er ég búinn að finna alsælu á Vatnsleysuströnd“, segir Finnbogi að lokum.