Tommi White þeytir skífum í Bláa lóninu
Skífuþeytarinn Tommi White, sem í dag er einn vinsælasti skífuþeytari landsins, mun skemmta gestum Bláa lónsins frá kl. 14:00 - 16:00 laugardaginn 19. október Tónlistaratriðið verður utandyra og geta baðgestir því notið tónlistarinnar meðan þeir slaka á í hlýju lóninu. Atriðið er hluti af Airwaves tónlistarhátíðinni.