Tómas Knútsson hefur helgað síðustu 20 ár umhverfisvernd. Honum blöskraði allt það rusl sem við hendum í hafið og sagði því stríð á hendur. Í dag hefur hann hreinsað upp 1200 tonn af rusli úr náttúrunni og komið til förgunar eða endurvinnslu.