Tommi Knúts fékk Lundann 2004
Tómas Knútsson, kafari og forsvarsmaður Bláa Hersins, var um helgina heiðraður af Kiwanisklúbbnum Keili í Reykjanesbæ. Hlaut hann Lundann fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu umhverfismála, en hann og Blái Herinn hafa staðið fyrir hreinsun á sjávarbotni við strandlengjuna út af Reykjanesbæ.
Þetta er í þriðja sinn sem Keilir veitir Lundann til einstaklings sem hefur látið gott af sér leiða í bænum.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson