Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Tómas gaf kindunum harðfisk
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 27. júlí 2021 kl. 12:50

Tómas gaf kindunum harðfisk

„Þær voru mjög forvitnar þessar kindur í Þórkötlustaðafjörunni og ég bauð þeim uppá harðfisk sem þær átu með bestu lyst. Þær éta einnig plastdrasl sem liggur þarna um grasblettina og fjöruþangið, það þótti mér dapurt að sjá en það er búið að hreinsa mikið af rusli úr fjörunni sem betur fer,“ segir Tómas Knútsson, sem eins og flestir vita stendur fyrir Bláa hernum og fagnaði aldarfjórðungsafmæli hans fyrr á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tómas er stöðugt að í sínu hreinsunarstarfi á ströndum landsins og hefur verið duglegur að fá ýmsa hópa með sér í verkefnin. Á einni af meðfylgjandi myndum með fréttinni má sjá 7 tonn af rusli sem hreinsað hefur verið úr umhverfinu í ár á Reykjanesi.

„Ennþá eru eftir 5 til 7 verkefni sem unnin verða í ágúst og september. Það eru verstu fjörurnar, Mölvík og Krossavík,“ segir Tómas á Facebook síðu sinni.