Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 27. júní 2008 kl. 17:15

Tölvuleikjamót í Langbest á morgun

Þeir sem spila tölvuleiki að einhverju marki ættu að kíkja á nýja kaffi og veitingahús Langbest á Vallarheiði á morgun, laugardag, en þar fer fram keppni í fótboltaleiknum Euro 2008 í Playstation 3. Það er BT og Playstation á Íslandi sem bjóða upp á mótið og segir í tilkynningu að búast  megi við glæsilegum vinningum.


Þar segir ennfremur: Fyrirkomulag mótsins verður á þann hátt að spilað verður í liðum og verða tveir í hverju liði. Keppt er í riðlum og síðan endað á hörkuspennandi úrslitakeppni en hvert lið borgar 5.000 króna mótagjald. Innifalið í gjaldinu er einn ískaldur eða gos fyrir þá sem ekki hafa náð aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikið verður á fjórar tölvur samtímis og það eina sem þú þarft að mæta með er góða skapið. Langbest kemur til með að bjóða upp á frábær EM tilboð á mat og drykk en skráning í mótið er hafin á [email protected] og fá fyrstu 20 liðin póst tilbaka með frekari upplýsingum. Það sem þú þarft að taka fram í pottinum er nafnið á liðinu þínu, hvaða landslið þú hyggst nota ásamt nafni og símanúmeri tengiliðs.


Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt mót er haldið á Suðurnesjum en mót sem þessi hafa verið gríðarlega vinsæl í Reykjavík. Athugið, aðeins fyrstu tuttugu liðin sem skrá sig komast að.