Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tölvukennsla á Nesvöllum fyrir eldriborgara
Fimmtudagur 20. janúar 2011 kl. 17:29

Tölvukennsla á Nesvöllum fyrir eldriborgara

Félag eldriborgara á Suðurnesjum er vel starfandi þessa dagana. Á hverjum fimmtudegi frá kl. 14 til 16 býður félagið upp á tölvukennslu á Nesvöllum þar sem jafningjar koma saman og hjálpast að við tölvunotkun. Þrjár tölvur eru á staðnu fyrir þá sem ekki eiga tölvu en vilja læra grunnin við tölvunoktun. Hildur Harðardóttir, Kristján Einarsson og Garðar Sigurðsson eru á staðnum og hjálpast að við að leiðbeina fólki í gegnum grunn atriði en þetta kostar fólk ekki neitt og er um að gera að láta sjá sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég hef verið að vinna við ritvinnslu en ekki náð að koma mér inn í netheiminn svo ég mæti hérna til að ná mér í smá kunnáttu til að getað notað netið,“ sagði Vilhjálmur Þórhallsson, eldriborgari í dag. Axel Friðriksson var þar við hlið hans að læra á forritð Picasa til að halda utan um myndirnar sínar og myndbönd. „Ég á svo mikið af myndum og þarf að hafa þetta vel skipulagt er þetta gott forrit í það,“ sagði Axel.

Um 1800 eldriborgarar eru í félaginu og er fólk hvatt til að mæta þó það sé ekki nema bara til að læra að slökkva og kveikja á tölvunni sinni. Farið er í gegnum helstu grunn þekkingu eins og músina, skjáborðið, hvað er í tölvunni og fyrstu skrefin við tölvuna.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]

Kristján Einarsson leiðbeinir Vilhjálmi Þórhallssyni við aðgerð í tölvunni.