Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:02

TÓLF NÝIR MEÐLIMIR Í SYSTRAFÉLAGI NJARÐVÍKURKIRKJU

Aðalfundur Systrafélags Njarðvíkurkirkju (Innri) var haldinn þann 11.október s.l. Formannsskipti fóru fram þegar Kristjana Gísladóttir lét af störfum eftir þrjú ár og þökkum við henni vel unnin störf. Við tók Kolbrún Lind Karlsdóttir og bjóðum við hana velkomna. Þrjátíu og þrjár konur voru starfandi í félaginu og tólf styrktarmeðlimir. Svo gerðist sá einstæði atburður, á umræddum fundi, að tólf nýjar konur gengu í félagið og bjóðum við þær velkomnar. Þannig að nú eru 45 konur starfandi, eða 57 með styrktarmeðlimum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024