Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tólf metra jólatré úr Þjórsárdal í Sandgerði - myndir
Laugardagur 9. desember 2017 kl. 10:59

Tólf metra jólatré úr Þjórsárdal í Sandgerði - myndir

Fjölmargir Sandgerðingar mættu sunnudaginn 3. des. sl. þegar tendrað var á jólatrénu í bænum sem er staðsett á horninu við innkomuna í bæinn. Jólatréð kemur frá Skógrækt ríkisins í Þjórsárdal. „Þetta er hæsta tréð sem við höfum haft hér um jólin, einir 12 metrar á hæð. Jólatréð og jólaljósin í bænum lýsa svo fallega í myrkrinu og minnir okkur á komu jólanna,“ sagði Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri, áður en kveikt var á trénu.

Það var ungur maður í Sandgerðisskóla, Heiðar Máni Gústafsson í 1. bekk. sem fékk það skemmtilega verkefni að tendra ljósin.
Með fréttinni eru skemmtilegt myndasafn frá atburðinum.



Heiðar Máni Gústafsson í 1. bekk. tendraði ljósin í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viktor Logi Arnarsson og Helga Sigurðardóttir, amma hans mættu á tendrunina í Sandgerði.

Jólatré í Sandgerði