Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 7. júlí 2002 kl. 23:34

Tökum á „Dauða kettinum“ lokið í Reykjanesbæ

Tökum á nýrri íslenskri kvikmynd lauk nú um helgina í Reykjanesbæ. Myndin, sem er ætluð allri fjölskyldunni, nefnist Dauður köttur og er söguhetjan 9 ára gamall spæjari. Handritið að Dauðum ketti er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, sem er líklega þekktust fyrir leikrit sitt, Ávaxtakörfuna.Myndin fjallar um Diddu, 9 ára gamla stelpu sem býr í gamla bænum í Keflavík en þar fer ýmislegt misjafnt að gerast.
Kunnir leikarar fara með önnur hlutverk í myndinni, þar á meðal Kjartan Gunnarsson, Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir en leikstjóri er Helgi Sverrisson.
Tökur á Dauðum ketti hófust í Keflavík í byrjun júní og stóðu nær sleitulaust yfir þar til um helgina, að því er fram kom í Útvarpinu í dag. Áætlað er að myndin verði frumsýnd á Ljósanótt í Reykjanesbæ þann 7. september og samhliða því kemur út bók um Dauða köttinn.

Ein af aðalleikkonunum, Helga Braga, í hárgreiðslu fyrir myndina nýverið. VF-mynd: SævarS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024