Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Tóku hressilega til hendinni á umhverfisdegi
Miðvikudagur 26. apríl 2017 kl. 15:46

Tóku hressilega til hendinni á umhverfisdegi

„Það er miklu betri mæting en við áttum von á,” sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, kampakátur við upphaf umhverfisdags félagsins í gær. „Það er mikið atriði að kenna iðkendum okkar að ganga vel um keppnissvæðin og nánasta umhverfi. Við viljum að þau séu okkur til sóma og því erum við með þennan dag árlega.” 

Fólk tók hressilega til hendinni á umhverfisdeginum. Hver deild innan félagsins sá um að hreinsa í kringum sitt æfingasvæði. Í lok dagsins gæddu þátttakendur sér á hamborgurum og pylsum sem runnu ljúflega niður.

Public deli
Public deli

Umhvefisdagur 2017