Tók myndir í sundlauginni í Sandgerði
Anna Ósk segir starfsfólkið þar yndislegt.
Ljósmyndarinn Anna Ósk Erlingsdóttir ljósmyndaði á sunnudag í sundlauginni á heimaslóðum sínum í Sandgerði. „Laugin var í raun valin vegna þess að ég er fædd og uppalin hérna og var svo heppin að fá leyfi hjá góðu fólki að ljósmynda í þessari flottu sundlaug. Ég er svo ánægð með starfsfólkið þarna, þau eru öll að vilja gerð og svo yndisleg.“ Anna Ósk var með stóra myndavél sem hún á og notar oftast en einnig með myndavél sem hægt er að nota á 10 metra dýpi. „Það var þó ansi erfitt að halda sér í kafi, maður flaut bara upp eins og korktappi,“ segir Anna Ósk hlæjandi.
Fyrirsætan heitir Fanney Ósk Pálsdóttir.