Tók kríuunga í fóstur
Einn og yfirgefinn kríuungi varð á vegi Grindvíkinga í vikunni en reyndar var fuglategundin ekki á hreinu til að byrja með. Þar sem krían á frekar bágt í varplandi Grindavíkur þessi misserin var ákveðið að fara með ungann í eitthvert kríuhreiðrið í varplandinu í gær og þannig freista þess að koma honum í fóstur.
Í morgun var púlsinn tekinn að nýju á hreiðrinu og ekki bar á öðru en kríumamman hefði tekið þennan nýja og óvænta liðsauka í fjölskyldunni opnun örmum því hún tók báða ungana sem voru í hreiðrinu undir verndarvæng sinn.
Myndir: Haraldur Hjálmarsson.